Um Janus heilsueflingu
Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki heilsueflingunni liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur.

Þróun Janusar heilsueflingar í gegnum tíðina
Janus heilsuefling byrjaði með sýn um að bæta velferð og heilsu eldri borgara á einfaldan en markvissan háttt, drifið áfram af gagnreindum aðferðum.

2014
Fjölþætt heilsuefling - Leið að farsælum efri árum
Með birtingu á doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar árið 2014 kemur fram sú sýn að hægt sé að stórefla heilsu eldri borgara með réttum þjálfunaraðferðum.
2017
Fyrsta sveitarfélagið
Reykjanesbær gengur til samninga við Janus heilsueflingu árið 2017 og niðurgreiðir úrræðið fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu


2018
Evrópa tekur eftir
Embætti Landlæknis hefur samband og sendir frumkvöðla Janusar heilsueflingar á ráðstefnu Evrópuráðsins sem nefnist CHRODIS+. Verkefnið var valið besta verkefni sinnar tegundar á ráðstefnunni.
Janus heilsuefling hlýtur einnig sprotastyrk frá Rannís til þess að halda áfram þróun heilsugagnagreinis fyrir eldri borgara.
2021
Útgáfa heilsugagnagreinis
Fyrsta útgáfa heilsugagnagreinisins lítur dagsins ljós í formi rafræns gagnagrunns og applausnar þar sem hægt er að fylgjast með árangri af æfingum og mælingum til lengri tíma.
.png)

2022
Janus heilsuefling í OECD
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) fær fregnir af árangri verkefnisins og óskar eftir því að fá gögn afhent til að meta niðurstöðurnar fyrir sín samstarfslönd. Árangurinn af starfi Janusar heilsueflingar verður að sérstökum kafla í skýrslu OECD frá 2022 þar sem tekið er fram að hægt sé að bæta við hundruðum heilbrigðum æviárum með því að innleiða verkefni Janusar heilsueflingar „Fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum - Leið að farsælum efri árum“.
Í skýrslu OECD segir m.a.: Helstu niðurstöðurnar voru þessar:„Sé verkefnið Fjölþætt heilsuefling innleitt á Íslandi má áætla að það komi í veg fyrir 464 tilfelli langvinnra sjúkdóma árið 2050, þar af 37% hjarta- og æðasjúkdóma og að þátttakendur eigi kost á að lengja líf sittum allt að 7 ár“
2023-2025
Aukin þátttaka sveitarfélaga
Fleiri og fleiri sveitarfélög sjá hag sinn í því að bæta við úrræðum Janusar heilsueflingar til þess að bæta lífsgæði eldri borgara í sveitarfélaginu og draga úr heildarkostnaði fyrir sveitarfélagið.

Teymið
Hjá Janusi heilsueflingu starfa öflugir og reyndir þjálfarar

Íþrótta- og heilsufræði Phd
janus@janusheilsuefling.is

M.Sc. Fjármál Fyrirtækja
ragnar@janusheilsuefling.is

Íþrótta- og heilsufræði Med
bara@janusheilsuefling.is

BSc í heilbrigðisvísindum
hugrun@janusheilsuefling.is

Íþrótta- og heilsufræði M.ed
saevar@janusheilsuefling.is

BSc íþrótta- og heilsufræði
beggi@janusheilsuefling.is

Íþrótta- og heilsufræði MSc
sveinbjorn@janusheilsuefling.is

Íþrótta- og heilsufræði MSc
hanna@janusheilsuefling.is

BS í iðjuþjálfunarfræðum
kristrun@janusheilsuefling.is

Íþrótta- og heilsufræði M.ed
ragnabaldvins@janusheilsuefling.is
Langar þig að vinna með okkur?
Takttu þátt í að auka heilsueflingu með okkur um allt land
Hvað segja skjólstæðingar okkar
Upplifun þátttakenda af því hvernig Janus heilsuefling hefur hjálpað þeim og bætt lífsgæði
"Janus heilsuefling er einstakur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja styrkja heilsu sína á heildrænan hátt. Þar mætast fagmennska, hlýja og einstaklingsmiðuð nálgun sem gerir það að verkum að maður finnur sig öruggan og hvattan til að ná markmiðum sínum. Starfsfólkið er bæði frótt og innilegt og leggur metnað í að finna lausnir sem henta hverjum og einum. Ég mæli eindregið með Janusi heilsueflingu fyrir þá sem vilja bæta líðan sína, orku og lífsgæði."

"Þátttaka mín í verkefninu hefur aukið lífsgæði mín. Mér líður betur andlega og líkamlega. Mér finnst leiðsögnin og stuðningurinn frá þjálfurum góður."

"Eftir að ég byrjaði hjá Janusi heilsueflingu hef ég fundið fyrir auknu úthaldi og betri svefni. Ég hef bætt við mig vöðvamassa og mittismálið minnkað. Einnig er félagsskapurinn frábær."

Treyst af alþjóðlegum gæðamælikvörðum


